Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Vinir Úlfljótsvatns

Um viðburðinn:

Skoðaðu dagskrána með því að ýta hér

Hvað varst þú að gera árið 2020 þegar einn besti hópur starfsmanna og sjálfboðaliða Úlfljótsvatns var myndaður?

– Ég var bara að slappa af. Trúi ekki að ég hafi misst af þessu 🙁

– Ég var með!“

Ef einhver spyr þig þessara spurninga eftir tvö, þrjú eða 10 ár, hverjumunt þú svara? Mitt svar er mjög skýrt.

Það eru fordæmalausir tímar á Úlfljótsvatni eins og í þjóðfélaginu öllu, en við trúum því að á tímum sem þessum verðum við að halda í jákvæðnina og finna lausnir við vandamálum sem við horfumst í augu við. Er það ekki það sem skátastarf snýst um?

Vegna þessa dreymir okkur um hóp af sjálfboðaliðum sem geta komið með jákvæðni á Úlfljótsvatn, og hjálpað okkur að gera Úlfljótsvatn að okkar heimili og heimili fyrir alla skáta, ferðamenn eða útlendinga sem þurfa aðstoð.

Helgina 5. til 7. júní ætlum við að vera með hópefli og örnámskeið með einföldum áherslum:

1. Finnum lausnina við því hvernig Úlfljótsvatn verður heimili okkar allra.

2. Við ætlum að þjálfa ykkur í hvernig á að sjá um dagskrá og önnur verkefni á staðnum.

3. Búum til hóp af vinum sem finnst gaman að vera saman og gaman að vinna saman að einhverju sem við trúum á, Skátaaðferðinni.

Með þessum áherslum langar okkur að sjá ykkur öll hér. Láttu ímyndunaraflið fljúga og segðu okkur hvað er heimili fyrir þér. Meðfylgjandi er upplýsingablað með meiri upplýsingum um helgina og í hlekknum hér getur þú skráð þátttöku þína í bestu helgi sumarsins.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
05/06/2020 @ 19:30
Endar:
07/06/2020 @ 13:00
Kostnaður:
Frítt
Aldurshópar:
Róverskátar, Eldri skátar, Rekkaskátar

Staðsetning

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni
Grafningsvegur efri, Selfoss 801 Iceland
+ Google Map
Sími:
482-2674
Vefsíða:
View Staðsetning Website