Hálendisferðin er samstarfsverkefni Landverndar, FÍ og Skátanna á vegum Landverndar.
Markmiðið er að bjóða ungmennum á aldrinum 15-20 ára tækifæri til að skoða og upplifa hálendið og miðla upplýsingum um það til almennings með fjölbreyttum leiðum, t.a.m. í gegnum Instagram, með ljósmyndum, greinaskrifum, ljóðagerð, teikningum eða öðru. Þátttakendur fá fræðslu um miðlun og fréttamennsku í ferðinni og aðgang að samfélagsmiðlum Landverndar og Skátanna. Dagskráin inniheldur dagsferðir út frá skálunum þar sem náttúran er skoðuð, rætt um loftlagsbreytingar, frætt um umhverfi, landslag og veður ásmat því að þátttakendur efla sig í útivist, hreyfingu og félagstenglsum.
Þátttakendur fara með reyndum bílstjóra og fararstjórum sem annars matseld og gist verður í skálum á hálendinu. Leitað er eftir 10 þátttakendum sem eru síðan tilbúin að segja öðrum frá ferðinni.
Ferðin er styrkt af Landvernd, Skólum á grænni grein og af Farðafélagi Íslands og kostar ekki neitt fyrir þátttakendur.
Skráning fer fram á þessu skráningareyðublaði hér, og athugið að þátttakendur undir 18 ára þurfa að skila inn skriflegri heimild frá forráðafólki.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband hjá Ósk Kristinsdóttur hjá menntateymi Landverndar sem sér um skráningar og upplýsingagjöf. Hægt er að senda henni tölvupóst á osk@landvernd.is
Hér er hægt að sjá grein um ferðina sem farin var síðasta sumar