Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Ungt fólk og lýðræði – Gleym mér ei!

Um viðburðinn:

Ungmennaráð UMFÍ heldur sína þrettándu ungmennaráðstefnu Ungt fólk og lýðræði dagana 9. – 11. september 2022 í Héraðsskólanum á Laugarvatni.

Yfirskrift ráðstefnunnar er Ungt fólk og lýðræði – Gleym mér ei!

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 – 25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 80 þátttakendur að. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern þátttakanda. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. UMFÍ styrkir 80% af ferðakostnaði. Rúta fer frá þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík á föstudeginum og til baka á sunnudeginum. Skila þarf inn kvittunum til þess að fá styrk fyrir ferðakostnaði.
Á viðburðinum er lögð áhersla á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi, gefa einstaklingum verkfæri og þjálfun til þess að hafa aukin áhrif í sínu nær samfélagi.
Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði. Kynningar, málstofur, hellings hópefli, samtal við ráðamenn og önnur skemmtilegheit. Dagskrá verður birt þegar nær dregur.
Athygli er vakin á því að viðburðurinn er með öllu vímuefnalaus, á það einnig við um rafsígarettur.

Viðburðurinn er opinn öllum ungmennum á tilsettum aldri, engin skylda er fyrir því að vera þátttakandi í ungmennaráði.

Skráning er hafin og stendur til 31. ágúst 2022.

Nánari upplýsingar er að finna inn á umfi.is .

Viðburðurinn er styrktur af Erasmus+

 

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
09/09/2022
Endar:
11/09/2022
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar

Skipuleggjandi

Ungmennaráð UMFÍ

Staðsetning

Héraðsskólinn á Laugarvatni
Laugarbraut 2
Laugarvatn, Iceland
+ Google Map

BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA


Hraunbær 123,110 Reykjavík (sjá á korti)Sími: 550 9800Netfang: skatarnir@skatarnir.is 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00Föstudaga: 09:00 – 13:00

SAMFÉLAGSMIÐLAR


 

Privacy Preference Center