Því miður hefur Sumar-Gilwell verið fellt niður vegna ónógrar þátttöku.
Á Sumar-Gilwell eru tekin 2 fyrstu skrefin í Gilwell leiðtogaþjálfun. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á upplifun og útivist í bland við fræðslu um starfsgrunn skáta og markmið og leiðir í skátastarfi. Kennslan fer fram með líflegum fyrirlestrum, umræðuhópum og verkefnavinnu þar sem þátttakendur spreyta sig á ýmsum viðfangsefnum, reisa sér tjaldbúð sem þeir búa og starfa í með sínum flokki og glíma við ögrandi verkefni sem miða að því að efla hópinn og auka færni í útivist og tjaldbúðalífi. Skráning fer fram á https://skatar.felog.is/ og henni lýkur 10. ágúst.