- Þessi event er liðinn
Stefnumótun – fræðsla fyrir stjórnir
Um viðburðinn:
Sunnudaginn 14. maí ætlum við að bjóða upp á stefnumótunardag fyrir stjórnir skátafélaga!
Markmið viðburðarins er að bjóða grunnfræðslu um stefnumótun fyrir skátafélög.
Hrönn Pétursdóttir verður með fræðslu um stefnumótun, hverju þarf að huga að og hvernig stefnumótun er fylgt eftir. Að því loknu verður vinnustofa fyrir stjórnir til að vinna að stefnumótun fyrir sitt félag.
Viðburðurinn verður haldinn í Skátamiðstöðinni klukkan 11-15 og verður boðið upp á hádegismat.
Verð fyrir viðburinn er 4.000 krónur
DAGSKRÁ
Dagskrá viðburðarins er eftirfarandi:
11:00 | 12:00 | Stefnumótun – innlegg frá Hrönn Pétursdóttur |
12:00 | 12:30 | Stefna BÍS |
12:30 | 13:00 | Hádegismatur |
13:00 | 15:00 | Vinnustofa fyrir félögin að vinna að eigin stefnumótun |
SKRÁNING
Skráning fer fram á skraning.skatarnir.is en henni lýkur 8. maí.
Skráning er sett á 0 krónur þar sem mörg félög greiða fyrir sína þátttakendur og hvetjum við félög að nýta fræðslustyrk sinn hjá BÍS.
Þau sem borga sjálf eru beðin um að haka líka við ‘borga sjálf’ valmöguleikann og áskilur Skátamiðstöðin sér rétt á að setja skáta í greiðsluferli sem skrá sig á 0 krónum en félög hyggjast ekki greiða fyrir.
SKILMÁLAR
Með því að skrá þig á skyndihjálparnámskeið samþykkir þú eftirfarandi skilmála
- Þátttakendur sem skrá sig á 0 krónur skuldbinda sig til að greiða fullt gjald ef í ljós kemur að félag hyggst ekki greiða fyrir þau.
- Staðfestingargjaldið er 10% af námskeiðsgjaldi og er það óafturkræft.
- Þátttakendur eru ekki sérstaklega slysatryggðir, ábyrgðartryggðir eða vátryggðir að öðru leyti af Bandalag íslenskra skáta (BÍS) í skátastarfi, bent er á að þessar tryggingar eru oft hluti af heimilis- og fjölskyldutryggingum og öðrum almannatryggingum forráðafólks.
- Meðferð persónugreinanlegra upplýsinga sem skráðar eru vegna þátttöku er í samræmi við samþykkta persónuverndarstefnu BÍS sem finna má hér (https://skatarnir.is/personuverndarstefna/).
- Bandalag íslenskra skáta áskilur sér rétt til að halda eftir hluta af gjaldi þátttakandi greiðir sem hér segir:
Ef hætt er við þátttöku 1 mánuði fyrir viðburð er staðfestingargjaldi haldið eftir.
Ef skátinn hættir við þátttöku 3 vikum fyrir viðburð, er 50% af gjaldi haldið eftir.
Ef skátinn hættir við þátttöku 14 dögum fyrir viðburð, er 75% af gjaldi haldið eftir.
Ef skátinn hættir við þátttöku þegar skemmra er til viðburðar en sem nemur 14 dögum verður endurgreiðsla engin. - BÍS eða umsjónaraðili á þess vegum getur þurft að aflýsa viðburðum og mótum vegna gildra og óviðráðanlegra aðstæðna s.s. vegna náttúruhamfara, hryðjuverka, stríðs, heimsfaraldra o.fl. Við þessar aðstæður áskilur BÍS sér rétt til þess að endurgreiða ekki mótsgjaldið, þótt ávallt sé leitast eftir að hámarka endurgreiðslu til þátttakenda.
Auk ofangreindra skilmála gilda almennir skilmálar BÍS, sem má lesa hér (https://skatarnir.is/skilmalar/)
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Dagsetning:
- 14/05/2023
- Tími
-
11:00 - 15:00
- Kostnaður:
- 4000kr
- Aldurshópar:
- Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar
Skipuleggjandi
- Bandalag íslenskra skáta
- Sími:
- 550-9800
- Netfang:
- skatarnir@skatarnir.is
- Vefsíða:
- View Skipuleggjandi Website
Staðsetning
- Skátamiðstöðin
-
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland + Google Map - Sími:
- 5509800
- Vefsíða:
- View Staðsetning Website