Um viðburðinn:
Ert þú drótt-, rekka-, róver-, eða eldri skáti? Þá er SkerýKviss fyrir þig!
.
Í tilefni af Hrekkjavökunni þá ætlum við að skella í eina hryllilega spurningakeppni. Klæddu þig upp í hræðilegan búning (en samt ekki of.. annars fáum við hin bara martraðir). Finndu hryllilegt nafn og vertu tilbúin með blað og blýant.
.
Skoraðu á vini þína og fjölskyldu til að taka þátt! En bara ef þú þorir…