Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Skátaþing 2023

Skátaþing

Um viðburðinn:

Þingið verður haldið dagana 24.-26. mars í Háskólanum á Akureyri og hefst með setningu kl. 20:30 föstudaginn 24. mars og lýkur sunnudaginn 26. mars kl. 13:00. Aðstaðan opnar kl. 18:30 og frá þeim tíma er hægt að fá þinggögn afhent.
Kl. 19:30 verða opnar kynningar fram að setningu. Vakin er athygli á að ekki verður boðið upp á kvöldmat á föstudegi.

 

Þátttökugjaldið er 6.000kr., innifalin eru þinggögn, léttar veitingar á föstudagskvöldi, morgunverður báða morgna og hádegismatur bæði laugardag og sunnudag. Ásamt almennri dagskrá sem verður boðið upp á samhliða þinginu.

 

Upplýsingasíðu Skátaþings má finna á skatarnir.is/skatathing en þar má finna allar upplýsingar um Skátaþing í rauntíma, þangað verður gögnum hlaðið upp þegar þau berast og í síðasta lagi fyrir tilgreindan frest samkvæmt lögum. Öll þinggögn verða aðgengileg þar á rafrænu formi þegar Skátaþing verður sett.

Dagskrá þingsins er skv. 21. grein laga BÍS og er sérstök athygli vakin á því að skv. 17. grein laga BÍS er ekki kosningaár. Einnig er rétt að vekja sérstaka athygli á greinum 18-20 í lögum BÍS sem fjalla um Skátaþing.

 

Skráning er hafin á Sportabler en skráningu lýkur 17. mars kl. 20:23

 

Sækja fundarboðið á skátaþing á pdf-formi hér.

Fundarboð – Skátaþing 2023

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
24/03/2023 @ 20:30
Endar:
26/03/2023 @ 13:00
Kostnaður:
6000kr.
Aldurshópar:
Fálkaskátar, Dróttskátar, Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar, Drekaskátar

Skipuleggjendur

Bandalag íslenskra skáta
Skátafélagið klakkur

Staðsetning

Háskólinn á Akureyri
Norðurslóð 2
Akureyri, 600
+ Google Map

BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA


Hraunbær 123,110 Reykjavík (sjá á korti)Sími: 550 9800Netfang: skatarnir@skatarnir.is 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00Föstudaga: 09:00 – 13:00

SAMFÉLAGSMIÐLAR


 

Privacy Preference Center