Skátasumarið er skátamót haldið á Úlfljótsvatni fyrir öll skátafélög á Íslandi og er ætlað dreka-, fálka-, drótt- og rekkaskátum. Sjóræningjaþema verður ríkjandi á mótinu í ár þar sem þátttakendur munu kynnast öðrum sjóræningjum og vinna saman við að finna hin dulda fjarsjóð Úlfljótsvatns sem ógurlegt sæskrímsli verndar.
Mótið er haldið á Úlfljótsvatn dagana 12.-16. júlí 2023.
Mótsgjaldið er 43.000 kr. fyrir þátttakendur og innfalið í gjaldinu er öll dagskrá, matur og utanumhald á mótinu sjálfu.
Skráning opnar 1. mars og fer fram inn á skraning.skatarnir.is, Skráningu lýkur 20.maí.
Fjölskyldubúðir skátasumarsins verða á sínum stað dagana 12.-16. júlí og er í boði að koma yfir allt mótið en sérstakur dagskrárpassi verður til sölu í hluta af dagsskrá mótsins frá föstudegi til sunnudags.
Innifalið í dagsskrápassanum er fjársjóðsleit, skátabingó, vatnadagsskrá, hlutar af opinni dagsskrá, kvöldvaka og kvöldmatur á laugardegi. Verið hjartanlega velkomin á Úlfljótsvatn að upplifa skátasumarið með okkur.
Hægt er að kaupa dagsskrápassa og tjaldsvæðapassa fyrir fjölskyldubúðirnar í Strýtunni við komu á Úlfljótsvatn. Opið verður alla dagana milli kl 10:00-12:00 og 19:00- 21:00 en þess á milli verður hægt að hringja í starfsmann sem kemur innan skamms. Á föstudegi verður viðvera í Strýtunni milli kl 17:00-21:00.
Dagsskrárpassi:
Fullorðnir – 3000kr. helgin
Börn undir 18 ára – 2000 kr. helgin
Tjaldsvæði:
Fullorðnir – 825 kr. nóttin
Ungmenni (13-17 ára) – 350kr. nóttin
Börn undir 12 ára – ókeypis
Ekki er ætlast til að bókað er fyrirfram í fjölskyldubúðir þar sem að sérstök svæði hafa verið tekin frá fyrir fjölskyldubúðirnar.
Hvert félag fær að taka einn frían foringja á hverja 10 þátttakendur en gjald fyrir auka foringja, umfram það, er 31.000 kr. á hverja 10 þátttakendur er einn frír foringi.
Einnig verður gerð undantekning fyrir þau félög sem vilja koma degi fyrr eða fara degi seinna vegna vegalengdar að kostnaðarlausu.
Hér er tímalína með helstu dagsetningum fram að mótinu:
1. mars – Skráning þátttakanda opnar
30. apríl – Endanleg dagskrá tilbúin og send út
1. maí – Skráning sjálfboðaliða opnar
20. maí – Skráning þátttakanda lokar
Við bendum ykkur á að það er alltaf hægt að senda póst á okkur á netfangið skatasumarid@skatarnir.is þar sem við svörum tölvupóstum á hverjum föstudegi, en einnig má hafa samband við Skátamiðstöðina á skatarnir@skatarnir.is
Starfsfólk mun sinna fjölbreyttum þátttum kringum dagskrá, matarúthlutun og tjaldbúð. Mikil áhersla verður lögð á að keyra starfsfólk ekki alveg út og munum við halda sameiginlegan fund með öllu starfsfólki, til að fara yfir mótið, áður en mótið byrjar. Það verður í boði að óska eftir ákveðnum dagsskráliðum eða starfsstöðvum þegar nær dregur en ekki er hægt að lofa því að hægt verði að koma til móts við allar óskir. Gert er ráð fyrir að starfsfólk mæti degi fyrir mót (11. Júlí) til að aðstoða við uppsetningu og einnig að vera lengur eftir mótslit til að keyra smá dagsskrá og niðurtekt á sunnudeginum. Starfsfólk gistir í JB skála og er í fullu fæði hjá mótinu. Síðan verður boðið uppá þakkar kvöldverð og samveru stund starfsfólks eftir mót sem verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Starfsmannaskráning hefst 1. maí og lýkur 14. júní – skraning.skatarnir.is
Annað upplýsingabréf – dagskrá mótsins