Um viðburðinn:
Kæri skáti!
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 kl. 19 ætlum við að halda varðeld í skátastíl við skátaskálann okkar, Skátalund, við Hvaleyrarvatn.
Umhverfi skálans má líkja við Paradís og varðeldaflötin rúmar fjölda skáta og gesta þeirra. Það er St. Georgsgildið í Hafnarfirði sem býður til þessa viðburðar, en hann er hluti af hátíðarhöldum í tilefni af 60 ára afmæli gildisins.
Öllum gildisskátum á landinu, sem eiga heiman gengt, er boðið á varðeldinn ásamt félögum í öðrum formlegum og óformlegum hópum skáta. Þá er starfandi skátafélögum, einkum foringjum og baklandi, boðið að koma á varðeldinn ásamt samtökum þeirra (BÍS og SFR).
Varðeldurinn hefst kl. 19. Frábærir varðeldastjórar og tónlistarfólk stjórna skátasöngvum og skátar úr Hraunbúum, nýkomnir heim frá Jamboree í Suður Kóreu, verða með klassísk varðeldaatriði. Gert er ráð fyrir að varðeldurinn sjálfur standi í um klukkustund.
Að honum loknum verður boðið skátakakó í Skátalundi.
Skátalundur er sunnan við Hvaleyrarvatn.
Ekki eru næg bílastæði við skálann svo að best er að leggja bílum á bílastæðum vestan eða norðan við vatnið. Göngum þaðan eftir þægilegum göngustígum að Skátalundi (léttur 10-15 mínútna gangur).
Nánari upplýsingar veita Ólafur Proppé, s. 8922468 proppe@hi.is og Hreiðar Sigurjónsson, s. 6601060 holshus@holshus.is
Eitt sinn skáti – ávallt skáti!