Vegna aðstæðna í samfélaginu höfum við því miður þurft að aflýsa Skátapeppinu.
Skátapepp verður haldið helgina 16.-18. október á Hvammstanga. Skátapeppið er fyrir alla dróttskáta og að þessu sinni verður peppið með sjóræningjaþema. Á milli þess sem við leitum að fjársjóðum þá munum við á þessu peppi kynnast skátaaðferðinni og hvernig við getum nýtt hana í skátastarfinu okkar og í foringjastörfum.
Boðið verður upp á rútuferð frá Hraunbæ 123 á föstudegi og frá Hvammstanga á sunnudegi. Þátttökugjald með rútuferð er 12.500 kr. og þátttökugjald án rútuferðar er 7.500 kr. Dagskrá, matur alla helgina og gistiaðstaða eru innifalin í gjaldinu. Skráning fer fram á Sportabler og hefst 25. september kl. 10:00.