ATH: Vegna samkomubanns verður viðburðinum frestað í hið minnsta fram yfir 15. apríl 2020.
Hvað ert þú að gera 13. til 15. mars? Ef þú ert dróttskáti með áhuga á útivist og reiðubúinn í smá áskorun og fjör er bara eitt svar við því. Þú ert að koma á Útipepp við Hafravatn!
Á þessum frábæra viðburði lærir þú meðal annars að undirbúa þig fyrir langar göngur, skyndihjálp, að gista úti í náttúrunni og allt sem því fylgir. Ásamt því stanslausa stuði og ævintýri sem fylgir öllum Peppviðburðum.
Þáttökugjald er 5.000 kr. (Innifalið er kvöldmatur og hádegismatur á laugardegi og hádegismatur á sunnudegi). Annan mat þurfa þátttakendur að koma með sjálfir (morgunmat og snarl/kaffitími).
Skráning er opin en hún rennur út 11. mars!
Athugið að það er takmarkaður fjöldi þátttakenda svo skráið ykkur sem fyrst en síðast komust færri að sem vildu!!!