
Þessa dagana leita bæði WAGGGS og WOSM Evrópa að nýjum sjálfboðaliðum í allskonar verkefni og því ætla alþjóðafulltrúarnir okkar Egle og Berglind að bjóða upp á kynningarfund. Við ætlum að fara yfir hvernig verkefni eru í boði, heyra reynslusögur frá fyrrverandi og núverandi sjálfboðaliðum, skoða saman umsóknarformin og taka svo spurt og svarað í lokin.
Tækifærið er fyrir 18 og eldri, við hvetjum öll sem hafa áhuga til að mæta!
Hér er hlekkur á ZOOM fundinn.
Sjáumst þá!
-Alþjóðaráð