Roverway er einn af vinsælustu viðburðum fyrir rekka- og róverskáta og taka um 5000 þátttakendur þátt hverju sinni. Þetta er tilvalið tækifæri til að eignast nýja skátavini eða jafnvel endurnýja kynnin við skáta frá Jamboree eða öðrum alþjóðlegum mótum. Roverway verður haldið í Stavanger, Noregi, dagana 22. júlí – 1. ágúst 2024.
Roverway er skipt í tvo hluta:
Roverway er fyrir skáta fædd á tímabilinu 1. ágúst 2001 – 22. júlí 2008.
Þau sem eru fædd fyrir 1. ágúst 2001 geta farið sem IST á mótið.
Kostnaður fyrir ferðina:
Íslenski fararhópurinn áætlar brottför 20. júlí og heimkomu 4. ágúst. Staðfestar dagsetningar koma í haust þegar hægt verður að staðfesta flug.
Frekari upplýsingar um mótið veita Valdís og Þóra Lóa en einnig er hægt að fylgjast með inná heimasíðu mótsins, á Instagram eða TikTok.
Kynning um Roverway á pdf. formi