Fram undan eru tveir umræðufundir um málefni Skátaþings 2021. Mættu ef þú vilt spjalla um málefni sem tengjast þinginu, heyra skoðanir annarra skáta og hlusta á rök þeirra sem sendu inn tillögur fyrir þingið.
Fundirnir eru kjörinn vettvangur til að ræða lagabreytingatillögur og þingsályktun sem borist hafa þinginu, hvernig skátar geta stuðlað að aukinni ungmennaþátttöku og skoða drög að fjárhags- og starfsáætlun BÍS.
Linkur á zoom fundinn: https://us02web.zoom.us/j/86235052244?pwd=M2F3Yno1U21WZWlxWnYzSHowODRYdz09