Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Námskeið fyrir starfsfólk Útilífsskóla 2023

07/06/2023 @ 10:00 - 14:00
8000kr

Þessi námskeið eru ætluð öllu starfsfólki Útilífsskóla 17 ára og eldra – ATH að skólastjórar hafa yfirumsjón með skráningu síns starfsfólk og ganga úr skugga um að þau séu skráð á rétt námskeið.

Námskeið fyrir leiðbeinendur er ætlað öllu starfsfólki Útilífsskólanna 17 ára (á árinu) og eldri. Þótt 17 ára starfsfólk teljist sem vinnuskólaliðar í sumum sveitarfélögum hefur reynslan sýnt að þau fá meira út úr því að mæta á þessi námskeið en vinnuskólanámskeiðin.

Athugið að námskeiðið er einnig ætlað skólastjórum.

Á námskeiðinu verður farið í ólíkar smiðjur sem miða að því að undirbúa starfshópinn fyrir starf sumarsins ásamt því að gefa þeim tækifæri á því að kynnast betur, bæði innan starfsstöðva og á milli starfsstöðva.

Námskeiðin eru 3 dagar, 5. 6. og 7. júní, og eru þau haldin í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, klukkan 10:00-14:00.

Hádegismatur er ekki innifalin en boðið verður upp á kaffi á námskeiðinu.

Þátttakendum er bent á að taka með sér nesti en einnig eru verslanir í nágreni Skátamiðstöðvarinnar.

Details

Venue