31. maí byrja undirbúningsnámskeið fyrir starfsfólk Útilífsskólanna. Við byrjum á því að halda námskeið fyrir skólastjórnendur Útilífsskólanna.
Farið verður m.a. yfir mannauðsmál, skráningar, upplýsingagjöf og samskipti og hvað hefur reynst vel í gegnum árin. Skólastjórar fá tæki og tól í hendurnar til að aðstoða við skipulagningu o.fl. ásamt því að fá tækifæri til að spyrja spurnigna, fá ráð og hvatningu frá öðrum.
Hádegismatur er innifalin.
Skólastjórar skila inn skráningum til erindreka BÍS 28.05.2021