Námskeið A er ætlað öllu starfsfólki 17 ára og eldra, það á við um 17 ára starfsfólkið, leiðbeinendur, aðstoðarskólastjóra og skólastjóra.
Hægt er að velja um tvær tímasetningar til að mæta en athugið að starfsfólk þarf aðeins að mæta einu sinni á námskeið A.
Því er mikilvægt að taka það fram í skráningu hvort þitt skátafélag vill mæta fyrir hádegi eða eftir hádegi.
Helstu efnistök þessa námskeiðs eru umgjörð útilífsskólans, verklag og öryggi, vettvangsferðir, verkaskipting og hlutverk.
Skólastjórar skila skráningu til erindreka BÍS 28.05.2021