- Þessi event er liðinn
Kynningarkvöld um norska landsmótið 2025
Um viðburðinn:
Alþjóðaráð boðar til kynningarkvölds fyrir öll þau sem vilja vita meira um Speidernes Landsleir (Landsmót í Noregi). Kynningarkvöldið verður haldið 19. nóvember í skátaheimili Skjöldunga í Sólheimum 21a klukkan 19:30.
Hægt er að taka þátt í fundinum rafrænt á teams hér
Norska landsmótsstjórnin mun kynna mótið og Þórey Lovísa segir frá því hvernig það er að ferðast með hópa erlendis í skátaferðir. Einnig verður opið spjall og spurningar um mótið velkomnar. Þetta kvöld er opið öllum skátum sem hafa áhuga, hvort sem það eru foringjar, skátar á þátttakendaaldri eða fulltrúar skátafélaganna. Hvetjum rekka- og róverskáta sérstaklega til að mæta!
Landsmótið í Noregi er haldið þann 5 – 12 júlí 2025 í Grøvik. Þátttakendur eru á aldrinum 10-25 ára, krakkar á aldrinum 10-15 ára eru saman í tjaldbúð meðan 16-25 ára fá sér tjaldbúð út fyrir sig og sérstaklega áherslu á spennandi Róverskáta dagskrá.
Þetta mót er einstakt því þetta er í fyrsta skipti sem bæði norsku skátabandalögin KFUK-KFUM Speiderne og Norges Speiderforbund halda saman landsmót. Gert er ráð fyrir 15,000 skátum á mótið, á norsku landsmótunum er alltaf 24 klst löng ganga og þetta mót verður engin undantekning!
Mótsskráning mun opna seinna í ár og lokar næsta vor.
Alþjóðaráð kynnir mótið fyrir þeim skátafélögum sem hafa áhuga á að fara og tengir saman skátafélög og styðja við undirbúning. Norsku skátarnir eru þekktir fyrir að halda mjög góð landsmót, frábært tækifæri fyrir skátafélög sem vilja fá alþjóðlegt skátamót í nærumhverfinu.
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Dagsetning:
- 19. nóvember
- Tími
-
19:30 - 20:30
- Kostnaður:
- Frítt
- Aldurshópar:
Warning: Invalid argument supplied for foreach() in /var/www/virtual/skatarnir.is/htdocs/wp-content/themes/uncode/tribe-events/modules/meta/details.php on line 264
- Vefsíða:
- https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_ZDUzZTUwYjAtYjg4NS00ZjdjLWE4MTAtZjEwYWNjZmJlZjQ4%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%22c6325966-567f-4acc-837b-7b947407981f%22%2c%22Oid%22%3a%2200fb55d5-6bb1-435c-817a-3a229d6e76d6%22%7d
Skipuleggjandi
- Alþjóðaráð BÍS
Staðsetning
- Skátaheimili Skjöldunga
-
Sólheimar 21a
Reykjavík, + Google Map