
Landsmót skáta verður haldið að Hömrum 20 – 26. júlí 2026.
Við viljum fá þig með í ævintýrið! Komdu á kynningarfund í grænu hlöðunni á Hömrum, þar sem við deilum fyrstu upplýsingum um mótið og hvernig þú getur tekið þátt.
Vertu með og taktu þátt í að skapa ógleymanlegt skátamót.
Öll áhugasöm velkomin – skátar, foreldrar og önnur sem vilja vera með í þessu einstaka tækifæri.
Boðið verður upp á léttar veitingar, hlökkum til að sjá þig!