Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Kveikja – foringjar

Um viðburðinn:

Kveikja verður haldin dagana 17. og 18. ágúst n.k. í Hinu Húsinu við Rafstöðvarveg og verður dagskráin klukkan 18-21

Með því að mæta á Kveikju gerum við skátastarfið í vetur enn betra og styðjum betur við okkar frábæra fólk í skátafélögunum sem gerir ævintýrið að veruleika.

Viðburðurinn á að kveikja neista hjá okkur fyrir komandi starfsár, skapa rými fyrir umræður um hlutverk okkar og annað sem að gagni kemur í vetur. Fræðsla verður um stuðning sem BÍS veitir, námskeið, stuðningsefni og viðburði sem standa skátafélögum til boða.

  • Miðvikudaginn 17. ágúst fá stjórnir skátafélaganna frábært veganesti og stemningu fyrir veturinn. Markmið þess kvölds er að hjálpa stjórnarmeðlimum að undirbúa sig fyrir komandi starfsár og veita þeim gagnleg tól til að stilla saman strengi í starfi skátafélagsins þeirra.
  • Fimmtudaginn 18. ágúst bjóðum við skátaforingjum að kveikja neistan fyrir veturinn og tengjast öðrum foringjum. Markmið seinna kvöldsins er að foringjar verði meðvituð um hvaða stuðningsefni er í boði, viti hvert þau eigi að leita fyrir ólík viðfangsefni ásamt því að veita þeim hvatningu fyrir komandi starfsári. Að auki verður reynt að veita þeim gagnleg tól við skipulagningu og utanumhald skátasveitar og búa til tengslanet við starfandi foringja í öðrum félögum.

Þau sem vilja mæta bæði kvöldin er það að sjálfsögðu heimilt og ef einhverjir úr baklandi skátafélaganna vilja mæta þá er það einnig sjálfsagt.

Verð fyrir hvort kvöld fyrir sig er 4.500 krónur og verður innheimt að viðburði loknum.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
18/08/2022
Tími
18:00 - 21:00
Aldurshópar:
Eldri skátar, Rekkaskátar, Róverskátar

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatarnir@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Hitt Húsið
Rafstöðvarvegur 9
Reykjavík, 110 Iceland
+ Google Map
Vefsíða:
View Staðsetning Website