Kveikja verður haldin dagana 17. og 18. ágúst n.k. í Hinu Húsinu við Rafstöðvarveg og verður dagskráin klukkan 18-21
Með því að mæta á Kveikju gerum við skátastarfið í vetur enn betra og styðjum betur við okkar frábæra fólk í skátafélögunum sem gerir ævintýrið að veruleika.
Viðburðurinn á að kveikja neista hjá okkur fyrir komandi starfsár, skapa rými fyrir umræður um hlutverk okkar og annað sem að gagni kemur í vetur. Fræðsla verður um stuðning sem BÍS veitir, námskeið, stuðningsefni og viðburði sem standa skátafélögum til boða.
Þau sem vilja mæta bæði kvöldin er það að sjálfsögðu heimilt og ef einhverjir úr baklandi skátafélaganna vilja mæta þá er það einnig sjálfsagt.
Verð fyrir hvort kvöld fyrir sig er 4.500 krónur og verður innheimt að viðburði loknum.