- Þessi event er liðinn
JOTA/JOTI 2023
Um viðburðinn:
Alheimsmót skáta í loftinu og á internetinu, eða JOTA-JOTI eins og það er skammstafað á ensku, er skátamót þar sem skátar frá öllum heimshornum fá tækifæri til að hittast á skátamóti þó þau séu stödd á mismunandi stöðum í heiminum. Á mótinu gefst skátum allsstaðar að úr heiminum tækifæri til þess að kynnast og gera ýmislegt saman í gegnum veraldarvefinn eða með fjarskiptabúnaði. Mótið er á vegum WOSM, heimssamtaka skáta.
JOTA-JOTI er stærsti skátaviðburðurinn sem er haldinn í heiminum, en árið 2015 tóku yfir 1 mikla þátt í 150 löndum!
Árið 2022 tóku rúmlega 200 íslenskir skátar þátt og viljum við styðja skátafélögin í að gera sínum skátum kleift að taka þátt. Til þess höldum við úti sérstakri upplýsingasíðu um JOTA/JOTI þar sem má finna allar upplýsingar um dagskrá mótsins sem er aðgengilegar hverju sinni ásamt leiðbeiningum um hvernig maður stofnar notanda og tekur þátt gegnum netið. Þessar upplýsingar má finna með að smella hér.
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Byrjar:
- 20/10/2023 @ 08:00
- Endar:
- 22/10/2023 @ 17:00
- Aldurshópar:
- Fálkaskátar, Dróttskátar, Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar
Staðsetning
- Á netinu