Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um fjölmenningarleg samfélög, almennt sem og í íslensku samhengi. Fjallað er um nokkur mikilvæg hugtök, viðhorf og umræðuhefð sem og mismunandi birtingarmyndir fordóma, kynþáttaníðs og mismununar í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Einnig fjallað um ávinninginn af því að vera með inngildandi félag og starfsemi með börnum og ungmennum, áskoranir og hindranir sem standa í vegi fyrir þátttöku jaðarsetta barna og ungmenna og hvað þú getur gert til þess að félagið þitt sé opið, aðgengilegt og inngildandi.
Skráning fer fram hér