Hleð Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi event er liðinn

Hringborð skátaforingja dróttskáta

19/10/2020 @ 20:00 - 22:00

Hringborð sjálfboðaliða er vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrgðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum. Við hvert hringborð verður erindreki BÍS í blönduðu hlutverki áheyrnarfulltrúa og fundarstjóra.

Fyrir hverja er viðburðurinn:

Viðburðurinn er ætlaður skátaforingjum dróttskáta, bæði sveitarforingjum og aðstoðarsveitarforingjum. En skátafélög sem eru áhugasöm um að efla sitt dróttskátastarf er líka frjálst að senda aðra fulltrúa sem þeim þykir eiga erindi að hringborðinu.

Skráning á viðburðinn:

Það verður enginn skráning fyrir viðburðinn. Fundurinn verður rafrænn og því verður hægt að tengjast honum korteri áður en að fundurinn hefst og á meðan að á fundinum stendur.

Hér er linkur á fundinn:

Join Zoom Meeting
https://us02web.zoom.us/j/83375446526?pwd=aEYwdTFlK0RFWUR2UzQyLy9wR3lLZz09

Meeting ID: 833 7544 6526
Passcode: 274242

Hvað verður til umræðu á fundinum:

Dróttskátastarf hefur verið í blóma víða undanfarið, fyrir nokkrum árum síðan héldu mörg skátafélög ekki úti starfi fyrir dróttskáta vegna skorts á þátttakendum en hefur nú tekist að snúa þeirri þróun við. Kynningarstarf hefur reynst flóknara á aldursbili dróttskáta en á yngri aldursbilum og mörg félög treysta alfarið á uppgöngu úr fálkaskátum til að fjölga þátttakendum á dróttskátaaldri en sum félög hafa líka reynt ýmsar nýjungar til að kynna unglingastarf sitt með góðum árangri. Viðburðarúrval dróttskáta er sæmilegt, dróttskátar fara í félagsútilegur með sínum félögum, flest félög tryggja þeim líka tækifæri á sveitarútilegum og þá hafa viðburðir á borð við Skátapepp, flokkahelgi dróttskáta á Úlfljótsvatni og Dróttskátadagurinn gefið dróttskátum tækifæri að kynnast þvert á félög. Skátafélögum hefur gengið misvel að innleiða hvatakerfi og táknræna umgjörð í sínu starfi, nýverið hafa færnimerkin og heimsmarkmiðin bæst í verkfærasett dróttskátaforingja en verið nýtt mismikið. Þá nýta mörg skátafélög erlend skátamót og metnaðarfullar ferðir innanlands sem markmið til að stefna að með sínum dróttskátum og til að auka áhuga þeirra á starfinu.

Við hringborð dróttskátaforingja verður því sérstaklega til umræðu:

  1. Uppbygging dróttskátasveitar frá grunni – Reynslusaga frá Ægisbúum
    Egill Erlingsson segir frá reynslusögu af 3 ára uppbyggingarstarfi hjá Ægisbúum í máli og myndum og hvernig tókst að fara úr 4 dróttskátum í fulla sveit sem skilaði sér alla leið upp í rekkaskáta. Í lokin verða almennar umræður þar sem þátttakendur geta spurt Egil spurninga.
  2. Hvernig erlent skátamót hefur tryggt stíganda í starfinu – Reynslusaga frá Kópum
    Katrín Kemp segir frá skoska skátamótinu Blair Athol sem Kópar ferðast á með sínum dróttskátum með tveggja ára millibili og hafa gert í meira en áratug. Katrín hefur farið á mótið sem dróttskáti, foringi og fararstjóri og mun segja frá því af hverju Kópar sækja mótið í hvert sinn sem það fer fram og hvað félagið telur sig fá út úr því. Í lokin verða almennar umræður þar sem þátttakendur geta spurt Katrínu spurninga.
  3. Viðburðir, færnimerkin og heimsmarkmiðin í drótsskátum – minni umræðuhópar
    Þátttakendum við hringborðið verður skipt niður í minni hópa, í hverjum hóp verður hópstjóri sem byrjar umræður með stuttu innleggi og sinnir síðan fundarstjórn og örvar umræður.
    Hver er reynsla skátaforingja af viðfangsefninu með dróttskátum?
    Hvað hefur gengið vel?
    Hverjar eru helstu áskoranir dróttskáta með viðfangsefnið?
    Hverjar eru helstu áskoranir skátaforingja með viðfangsefnið?
    Hvernig má bæta umgjörð viðfangsefnisins á landsvísu?
    Hvernig mætti styðja skátaforingja betur með viðfangsefnið?

Í lok viðburðar verður gefið rými fyrir dagskrá sem að skátaforingjar dróttskáta  koma með tillögu að. Við höfum útbúið form til að senda hringborðinu tillögur, fyrirvari er gefinn á að líklegast verður ekki hægt að taka allt fyrir. Með því að smella hér má fylgja hlekk á formið.

Upplýsingar

Dagsetn:
19/10/2020
Tími
20:00 - 22:00
Viðburður Categories:
, ,

Staðsetning

Fjarfundur

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatarnir@skatarnir.is
View Skipuleggjandi Website

BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA


Hraunbær 123,110 Reykjavík (sjá á korti)Sími: 550 9800Netfang: skatarnir@skatarnir.is 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00Föstudaga: 09:00 – 13:00

SAMFÉLAGSMIÐLAR


 

Privacy Preference Center