- Þessi event er liðinn
Hringborð skátaforingja
Um viðburðinn:
Hringborðin eru vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum.
Hringborðið er fyrir öll aldursbilin:
Viðburðurinn er ætlaður skátaforingjum sem halda utan um fjölskylduskátastarf, drekaskátastarf, fálkaskátastarf, dróttskátastarf, rekkaskátastarf og róverskátastarf. Við viljum bjóða upp á vettvang þar sem skátaforingjarnir geta speglað sig við aðra skátaforingja og aðstoðað hvert annað við að móta skátastarf á Íslandi.
Hvar verður hringborðið:
Viðburðurinn verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, þar sem skátaforingjunum verður skipt í umræðuhópa eftir aldursbilum. Þau sem vilja mæta á viðburðinn gegnum fjarfund mega endilega senda póst á skatarnir@skatarnir.is og við munum finna lausn við því.
Skráning á hringborðið:
Skráning á öll hringborðin fer fram á skraning.skatarnir.is, mikilvægt er að skrá sig svo skipuleggjendur geta áætlað skiptingu í rýmin miðað við umræðuhópa og umræðuefni.
Hvað verður á dagskrá við hringborðið:
Í dagskrá hringborðsins verður meðal annars
– Kynning á niðurstöðum úr færnimerkjakönnun
– Sagt frá nýjum leiðbeiningum um flokkastarf
– Skipt upp í aldurbil umræður um skipulag, áskoranir og hvernig hægt er að nýta starfsgrunnin til stuðnings
– fyrirspurnir til erindreka og starfsráðs
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Dagsetning:
- 29. september
- Tími
-
20:00 - 21:30
- Kostnaður:
- Frítt
- Aldurshópar:
- Dróttskátar, Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar, Fjölskylduskátar, Drekaskátar, Fálkaskátar
Skipuleggjandi
- Starfsráð BÍS
- Sími:
- 5509800
- Netfang:
- starfsrad@skatarnir.is
- Vefsíða:
- View Skipuleggjandi Website
Staðsetning
- Skátamiðstöðin
-
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland + Google Map - Sími:
- 5509800
- Vefsíða:
- View Staðsetning Website