Hringborðin eru vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum.
Viðburðurinn er ætlaður róverskátum og þeim foringjum sem kunna að halda utan um róverskátastarf. Við viljum bjóða upp á vettvang þar sem róverskátar og foringjar þeirra geta speglað sig við jafningja sína og hjálpast að við framþrón róverskátastarfs á Íslandi.
Hvar verður hringborðið:
Viðburðurinn verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 en þau sem vilja mæta á viðburðinn gegnum fjarfund geta fylgt hlekk á fundinn með að smella hér.
Skráning á öll hringborðin fer fram á skraning.skatarnir.is en það er ekki nauðsynlegt að skrá sig til að mæta.
Dagskrá hringborðsins er í höndum Starfsráðs sem birtir dagskrá þegar nær dregur, hægt er að senda þeim tillögu að málefnum til að taka fyrir á fundinum með að senda þeim tölvupóst.
Í lok dagskrár verður gefið rými fyrir dagskrá eða málefni sem að viðstaddir skátaforingjarnir hafa frumkvæði á.