Ýmislegt hefur verið reynt í þessum efnum undanfarið og því viljum við heyra frá félagsforingjum hver þeirra upplifun er, hvað er gott og hvað vantar.
Á haustönn 2023 stefnir Skátaskólinn á að keyra fyrstu námskeið fyrir stjórnarfólk af framtíðar námskrá fyrir sama hóp. Rýnt verður í smiðju frá Skátaþingi og rætt um forgangsröðun og frekari þörf.
Boðið verður upp þátttöku í gegnum fjarfund en hægt er að tengjast fjarfundi með að smella hér.