Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Hringborð drekaskátaforingja

13/10/2022 @ 20:00 - 22:00
Free

Hringborðin eru vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum. Við hvert hringborð verður erindreki BÍS í blönduðu hlutverki áheyrnarfulltrúa og fundarstjóra.

Fyrir hverja er viðburðurinn:

Viðburðurinn er ætlaður skátaforingjum sem halda utan um drekaskátastarf. Við viljum bjóða upp á vettvang þar sem skátaforingjarnir geta speglað sig við aðra skátaforingja og aðstoðað hvert annað við að móta drekaskátastarf á Íslandi.

Hvar er viðburðurinn:

Viðburðurinn verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 en þau sem vilja mæta á viðburðinn gegnum fjarfund geta fylgt hlekk á fundinn með að smella hér.

Skráning á viðburðinn:

Skráning á öll hringborðin fer fram á skraning.skatarnir.is en það er ekki nauðsynlegt að skrá sig til að mæta.

Hvað verður til umræðu á fundinum:

  1. Hvernig styðjum við bætt samskipti á milli skátanna
    Rætt verður hvernig skátaforingjar geta stuðlað að jákvæðum samskiptum innan sveitarinnar.
  2. Hvað geta drekar
    Drekaskátar geta oft á tíðum miklu meira en við höldum, hvernig getum við búið til krefjandi dagskrá sem reynir á drekaskátana.
  3. Hvernig keyrir maður ólíka dagskrá
    Skátaforingjar deila reynslu sinni af því að ólíkri og spennandi dagskrá.

Í lok viðburðar verður gefið rými fyrir dagskrá eða málefni sem að skátaforingjarnir geta sjálfir komið með.

Details

Organizer

Venue