- Þessi event er liðinn
Hringborð dagskrárforingja
Um viðburðinn:
Um viðburðinn:
Hringborðin eru samráðsvettvangur fyrir ábyrgðaraðila í skátastarfi sem sinna sama hlutverki til þess að koma saman, stilla strengi, skerpa á ákveðnum málefnum, deila reynslu og ræða mikilvæg umræðuefni. Hringborð dagskrárforingja fer fram miðvikudaginn 1. mars og verður undir stjórn starfsráðs og þrennuþjálfanna.
Fyrir hverja er viðburðurinn?
Viðburðurinn er ætlaður skátum sem sinna stöðu dagskrárforingja og stjórnarfólki félaga sem eru að eða vilja koma sér betur inn í félagaþrennuna.
Hvar er viðburðurinn?
Viðburðurinn verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 en þau sem vilja mæta á viðburðinn gegnum fjarfund geta fylgt hlekk á fundinn með því að smella hér.
Skráning á viðburðinn
Skráning á öll hringborðin fer fram á skraning.skatarnir.is en það er ekki nauðsynlegt að skrá sig til að mæta.
Hvað verður tekið fyrir við hringborðið:
1. Kynning á hlutverki dagskrárforingja
Þrennuþjálfar munu setja tóninn með að fara stuttlega yfir hvað sé fólgið í hlutverki dagskrárforingja. Þá munu stuttar umræður eiga sér stað um hvernig hefur gengið hjá félögum að sinna þessum verkefnum.
2. Kynning á starfsgrunningum
Starfsráð mun fara yfir starfsgrunninn og hvernig dagskrárforingjar geti nýtt þá umgjörð til að halda betur utan um og styrkja innra starfið í sínum félögum. Hvernig markmiðaflokkarnir og ný hvatamerki styðja félögin í að tryggja stíganda á milli aldursbila í sínu skátafélagi.
3. Samtal
Starfsráð og þrennuþjálfar munu stýra samtali þar sem reynt verður að kafa ofan í hvaða verkefni megi vinna til að auðvelda dagskrárforingjum störf sín.
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Dagsetning:
- 01/03/2023
- Tími
-
19:30 - 21:30
- Aldurshópar:
- Róverskátar, Eldri skátar
Skipuleggjandi
- Bandalag íslenskra skáta
- Sími:
- 550-9800
- Netfang:
- skatarnir@skatarnir.is
- Vefsíða:
- View Skipuleggjandi Website
Staðsetning
- Skátamiðstöðin
-
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland + Google Map - Sími:
- 5509800
- Vefsíða:
- View Staðsetning Website