Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Hinsegin fræðsla – Námskeiðaáætlun Æskulýðsvettvangsins

Um viðburðinn:

Á Íslandi og í íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins er fjöldi barna og unglinga hinsegin og það er mikilvægt að þau finni fyrir öryggi og vellíðan á sínum vettvangi. Þekking og fræðsla í hinsegin málum er grundvöllur fyrir því að draga úr fordómum og mismunun. Það skiptir máli fyrir þennan hóp að efla þekkingu, auka skilning á stöðu hinsegin fólks og að fagna fjölbreytileikanum.

Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir:

  • Kyn-hugtökin fjögur (kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni, kyntjáning)
  • Birtingarmyndir hómó- og transfóbíu
  • Hvað þarf að hafa í huga til að skapa öruggt rými fyrir þátttakendur sem tilheyra regnboganum
  • Dæmisögur og umræðuæfingar
  • Inngilding og fjölbreytileiki
Kennari námskeiðsins er Sólveig Rós Másdóttir (hún) sem er foreldrafræðari og uppeldisráðgjafi með M.A. í stjórnmálafræði og viðbótardiplómu í hagnýtum jafnréttisfræðum. Hún hefur starfað í fjölda ára við fræðslu um hinsegin mál, bæði á vettvangi Samtakanna ’78 og sjálfstætt, og farið bæði með fræðslu til unglinga, fagaðila, fyrirtækja, foreldra og fleiri.
Námskeiðið verður í sal Skátanna í Hraunbæ 123, 110 Reykjavík. Námskeiðið er opið öllum og aðgangur er frír.

Skráning fer fram hér

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
08/02/2023
Tími
18:30 - 21:00
Kostnaður:
Frítt
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar
Vefsíða:
https://klik.is/event/buyingflow/00494352-74ee-41d5-bd81-fc4a7c28cd07

Skipuleggjandi

Æskulýðsvettvangurinn
Sími:
5682929
Netfang:
aev@aev.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website