Hleð Viðburðir

Gamlárspartý dróttskáta

Um viðburðinn:

Gamlárspartý dróttskáta er ævintýralegur viðburður á vegum útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni. Viðburðurinn verður haldinn 26.-28. desember á ÚSÚ en skátarnir þurfa ekki fylgd foringja á viðburðinn heldur mæta á eigin spítur, einir eða með vinum úr eigin eða öðru félagi. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir dróttskátana til að kynnast og efla vinasambönd þvert á skátafélögin í landinu.

Viðburðurinn kostar 15.000 kr en matur, gisting og dagskrá eru innifalin í verðinu. Skátarnir þurfa sjálfir að koma sér til og frá Úlfljótsvatni.

Ef þið eruð með einhverjar fyrirspurnir varðandi viðburðinn vinsamlegast hafið samband við ulfljotsvatn@skatarnir.is

Dagskrá:

Fimmtudagur
17.00-19.00 Mæting
19.00 Matur
20.30 Kynningarleikir
22.00 Kvöldvaka
00.00 12 klukkutíma bíómaraþon / 24 tímar í svefnpoka

Föstudagur
9.30 Morgunmatur
10.30 Úllaquiz / Skógarganga
12.00 Hádegismatur
13.00 Sleðakeppni / Ljótupeyskreytingar
15.30 Kaffi
16.30 Pakkaleikurinn
19.00 Kvöldmatur
20.00 Jólasveinapartýkaraókí
22.00 Jólakvöldvaka

Laugardagur
9.30 Morgunmatur
10.30 Klifur / bogfimi
12.00 Hádegismatur
13.00 Þrif
14.00 Brottför

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
26. desember @ 17:00
Endar:
28. desember @ 14:00
Kostnaður:
15000kr.
Aldurshópar:
Dróttskátar

Skipuleggjandi

Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni

Staðsetning

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni
Grafningsvegur efri, Selfoss 801 Iceland
+ Google Map
Sími:
482-2674
Vefsíða:
View Staðsetning Website