Lýðræðishátíð unga fólksins fer fram í Hörpunni 29. nóvember sem hluti af Fundi fólksins, ráðstefnu Almannaheilla.
Krökkum í 10. bekk í Reykjavík er boðið á Lýðræðishátíðina og verða þátttakendur um 150. Hátíðin byrjar kl. 10.00 í salnum Kaldalóni þar sem hópurinn fær örfyrirlestur um það að taka afstöðu og láta í sér heyra.
Eftir það verður unga fólkinu skipt í hópa og skiptum þeim niður á fleiri sali þar sem þau setjast á umræðuborð og ræða fjögur málefni. Í lokin munu þau svo kjósa um það hvað skiptir þau mestu máli.