Þriðjudagskvöldið 23. maí kl 19.-20:30 geta rekkaskátar sem eru lögð af stað á vegferð að forsetamerkinu fengið ráðgjöf varðandi vinnuna að forsetamerkinu. Þangað geta bæði lengra og styttra komið mætt og fengið aðstoð við að átta sig á hvað þau eiga eftir og hvernig þau fara að því að klára, ásamt því sem hægt er að deila hugmyndum og læra af öðrum rekkaskátum. Rekkaskátar fædd 2003 og 2004 eru sérstaklega hvött til að mæta. Þau sem eru stödd úti á landi geta tekið þátt í gegnum fjarfund með því að smella hér.