- Þessi event er liðinn
Fjölmenningarfræðsla Mannflórunnar
Um viðburðinn:
Miðvikudaginn 8.nóvember kemur Chanel Björk Sturludóttir stofnandi Mannflórunnar til okkar og heldur fræðslu um fjölmenningu. Fræðslan er fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða skátanna.
Fræðslan byggist á innleggi frá Chanel en einnig verður gefið rými fyrir umræður og spurningar að því loknu.
Fræðslan verður frá 20-21 og verður haldin í skátaheimili Kópa, Digranesvegi 79. Boðið verður upp á að fylgjast með fræðslunni í gegnum fjarfundabúnað.
Áhugasöm eru vinsamlegast beðin um að skrá sig en skráning er þátttakendum að kostnaðarlausu
Um Mannflóruna
Mannflóran býður uppá fræðslu um fjölmenningu og fordóma í íslensku samfélagi, fyrir skóla, fyrirtæki og stofnanir. Fræðsla Mannflórunnar hentar vel fyrir fyrir nemendur á öllum skólastigum, jafnt og fyrir starfsfólk á skóla og frístundasviði. Einnig hentar fræðslan vel fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja auka jafnrétti og inngildingu í starfsemi sína. Fræðslan byggir á bæði fræðilegri þekkingu á kynþáttafordómum og einnig eigin reynslu Chanel af fordómum í íslensku samfélagi.
Chanel Björk hefur haldið fræðslur frá því á árinu 2021 fyrir nemendur í grunnskólum, menntaskólum, starfsfólki á skóla og frístundasviði og einnig fyrir háskólanemendur og fyrirtæki. Fræðslan byggir á fræðilegri þekkingu og snertir á grunnhugtökum eins og:
• Kynþáttafordómum
• Menningarfordómum
• Öráreiti
• Forréttindum
• og fleira
Hægt verður að fylgjast með á Zoom fjarfundi. (Meeting ID: 865 5877 6441)
Viðburðurinn er styrktur af Evrópusambandinu
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Dagsetning:
- 08/11/2023
- Tími
-
20:00 - 21:00
- Kostnaður:
- Frítt
- Aldurshópar:
- Rekkaskátar, Róverskátar
Skipuleggjandi
- Skátamiðstöðin
Staðsetning
- Skátafélagið Kópar
-
Digranesvegur 79
Kópavogur, 203 Iceland + Google Map - Sími:
- 554-4611
- Vefsíða:
- View Staðsetning Website