- This event has passed.
Fjölmenningarfræðsla Mannflórunnar

Miðvikudaginn 8.nóvember kemur Chanel Björk Sturludóttir stofnandi Mannflórunnar til okkar og heldur fræðslu um fjölmenningu. Fræðslan er fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða skátanna.
Fræðslan byggist á innleggi frá Chanel en einnig verður gefið rými fyrir umræður og spurningar að því loknu.
Fræðslan verður frá 20-21 og verður haldin í skátaheimili Kópa, Digranesvegi 79. Boðið verður upp á að fylgjast með fræðslunni í gegnum fjarfundabúnað.
Áhugasöm eru vinsamlegast beðin um að skrá sig en skráning er þátttakendum að kostnaðarlausu
Um Mannflóruna
Mannflóran býður uppá fræðslu um fjölmenningu og fordóma í íslensku samfélagi, fyrir skóla, fyrirtæki og stofnanir. Fræðsla Mannflórunnar hentar vel fyrir fyrir nemendur á öllum skólastigum, jafnt og fyrir starfsfólk á skóla og frístundasviði. Einnig hentar fræðslan vel fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja auka jafnrétti og inngildingu í starfsemi sína. Fræðslan byggir á bæði fræðilegri þekkingu á kynþáttafordómum og einnig eigin reynslu Chanel af fordómum í íslensku samfélagi.
Chanel Björk hefur haldið fræðslur frá því á árinu 2021 fyrir nemendur í grunnskólum, menntaskólum, starfsfólki á skóla og frístundasviði og einnig fyrir háskólanemendur og fyrirtæki. Fræðslan byggir á fræðilegri þekkingu og snertir á grunnhugtökum eins og:
• Kynþáttafordómum
• Menningarfordómum
• Öráreiti
• Forréttindum
• og fleira
Hægt verður að fylgjast með á Zoom fjarfundi. (Meeting ID: 865 5877 6441)
Viðburðurinn er styrktur af Evrópusambandinu

Details
- Date: 08/11/2023
-
Time:
20:00 - 21:00
- Cost: Free
- Event Categories: Rekkaskátar, Róverskátar
Organizer
- Skátamiðstöðin
Venue
- Skátafélagið Kópar
-
Digranesvegur 79
Kópavogur, 203 Iceland + Google Map - Phone 554-4611
- View Venue Website