Fjölgun skátaforingja
Stjórn BÍS hefur farið af stað með þróunarverkefni með launaða sveitarforingja og framkvæmdarstjóra skátafélaga. Óskað er eftir áhugasömum skátafélögum til að taka þátt í verkefninu. Næsta þriðjudagskvöld, 22. júní kl. 20, verður haldinn kynningarfundur í Skátamiðstöðinni. Við hvetjum alla áhugasama til að koma eða hafa samband við Rakel Ýr á rakelyr@skatar.is.