Fundur fyrir fararstjóra skátafélaganna á landsmót drekaskáta 2022, farið verður yfir dagskrá mótsins, umgjörð og hverju er gott fyrir félögin að huga að í undirbúningi. Ætlast er til að hvert félag sem hyggst taka þátt sendi fulltrúa á fundinn, engin skráning er fyrir fundinn.
Fyrir fundinum fer Salka Guðmundsdóttir mótsstýra ásamt fleirum úr mótstjórn og eftir að þau ljúka sinni kynningu verður opnað á spurningar sem félögin kunna að hafa og þeim svarað eftir bestu getu.
Að sjálfsögðu verðu hægt að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en við hvetjum þau sem geta að mæta í persónu. Hægt er að smella hér til að tengjast fjarfundi.