Fálkaskátadagurinn er árlegur viðburður sem haldinn er fyrstu helgina í nóvember. Skátafélög skiptast á að halda daginn þar sem þau bjóða fálkaskátum landsins í heimsókn í sitt hverfi/bæjarfélag þar sem fálkarnir taka þátt í dagskrá og gleðjast síðan saman á kvöldvöku með kakó.
Gestgjafinn í ár er skátafélagið Vogabúar og munu þau bjóða fálkaskátum landsins í heimsókn til þeirra heimahaga í Grafarvogi, sunnudaginn 5. nóvember.
Mæting er klukkan 13 í Spönginni. Síðan verður ratleikur um hverfið sem endar í Skátaheimili Vogabúa 16:30 þar sem varðeldur og kakó bíður fálkaskátanna í lok ratleiksins.
Dagurinn endar í Skátaheimili Vogabúa, Logafold 106 í Grafarvogi, klukkan 17.
Ef skátasveitirnar vilja taka strætó á svæðið þá fara ýmsar leiðir í Spöngina eins og nr. 6, 7, 18, 24, 25. En einungis leiðir 6, 24 og 31 fara í strætóstoppustöðina næst Skátaheimilinu, Logafold. Hægt er að skoða leiðarnar betur á heimasíðu Strætó.
13:00 – Mæting í Spöngina
13:30 – Ratleikurinn hefst
16:30 – Varðeldur, söngur og Kakó við Skátaheimili Vogabúa
17:00 – Slit
Skráning er opin á skraning.skatarnir.is