Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Fálkaskátadagurinn 2023

Um viðburðinn:

Fálkaskátadagurinn er árlegur viðburður sem haldinn er fyrstu helgina í nóvember. Skátafélög skiptast á að halda daginn þar sem þau bjóða fálkaskátum landsins í heimsókn í sitt hverfi/bæjarfélag þar sem fálkarnir taka þátt í dagskrá og gleðjast síðan saman á kvöldvöku með kakó.

Gestgjafinn í ár er skátafélagið Vogabúar og munu þau bjóða fálkaskátum landsins í heimsókn til þeirra heimahaga í Grafarvogi, sunnudaginn 5. nóvember.

Mæting er klukkan 13 í Spönginni.  Síðan verður ratleikur um hverfið sem endar í Skátaheimili Vogabúa 16:30 þar sem varðeldur og kakó bíður fálkaskátanna í lok ratleiksins.

Dagurinn endar í Skátaheimili Vogabúa, Logafold 106 í Grafarvogi, klukkan 17. 

Ef skátasveitirnar vilja taka strætó á svæðið þá fara ýmsar leiðir í Spöngina eins og nr. 6, 7, 18, 24, 25. En einungis leiðir 6, 24 og 31 fara í strætóstoppustöðina næst Skátaheimilinu, Logafold. Hægt er að skoða leiðarnar betur á heimasíðu Strætó.

Gróf dagskrá:

13:00 – Mæting í Spöngina

13:30 – Ratleikurinn hefst

16:30 – Varðeldur, söngur og Kakó við Skátaheimili Vogabúa

17:00 – Slit

Hugmynd af útbúnaðarlista:

  • Skátaklútur.
  • Dagspoki.
  • Vatnsbrúsi.
  • Bolli fyrir kakó.
  • Smá nesti til að narta í á meðan ratleiknum stendur. T.d. orkustykki, ávextir.
  • Hlý föt (Klæða sig eftir veðri en dagurinn er í byrjun nóvember svo hægt er að gera ráð fyrir köldum degi. T.d. föðurland, hlý yfirföt, húfa, vettlingar, buff, ullarsokkar, yfirfatnaður eða regnföt ef veðrið spáir rigningu).

Skráning er opin á skraning.skatarnir.is

 

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
05/11/2023
Tími
13:00 - 17:00
Kostnaður:
Frítt
Aldurshópar:
Fálkaskátar

Skipuleggjandi

Skátafélagið Vogabúar
Sími:
587 3088
Netfang:
vogabuar@vogabuar.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátafélagið Vogabúar
Logafold 106
Reykjavík, 112 Iceland
+ Google Map
Sími:
587 3088
Vefsíða:
View Staðsetning Website