Hinn árlegi Fálkaskátadagur verður þetta árið haldið af skátafélaginu Mosverjar í Mosfellsbæ.
Mæting verður við miðbæjartorg Mosfellsbæjar klukkan 13:00 og verður dagskrá til klukkan 17:00.
Mikilvægt er að þátttakendur klæði sig eftir veðri til að taka þátt í útidagskránni, og taki með sér bolla fyrir kakó.
Foringjar fylgja sveitum sínum í dagskrá að beiðni skipuleggjenda.
Þátttakendur og foringjar geta skráð sig á skraning.skatarnir.is.