Alþjóðaráð leitar að íslenskum dróttskátaflokkum til að taka þátt í Smáþjóðaleikum skáta, Euro-Mini-Jam, sumarið 2024. Smáþjóðaleikar skáta er sjö daga skátamót einungis fyrir þjóðir sem eru með færri en milljón íbúa. Mótið verður haldið í Gíbraltar 28. júlí – 3. ágúst 2024. Mótið flakkar á milli gestgjafa og var það árið 2018 í Færeyjum, árið 2016 í Mónakó, árið 2013 í Liechtenstein og árið 2010 á Íslandi þar sem mótið var haldið í fyrsta skipti.
Þátttakendur eru skátar á aldrinum 13-16 ára. Hver þjóð fær pláss fyrir 2 skátaflokka á mótinu fyrir þátttakendur á þessum aldri. Hver skátaflokkur samanstendur af 6-8 þátttakendum og 2 foringjum. Alþjóðaráð leitar því að skátaflokkum sem hafa áhuga á að taka þátt!
Þeir skátaflokkar sem hafa áhuga á að fara á mótið fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta þurfa að sækja um með því að svara eyðublaðinu hér að neðan og skila inn myndbandi á netfang alþjóðaráðs (althjodarad@skatarnir.is) þar sem þau leysa nokkur verkefni.
Umsóknarfrestur er til 25. september
Um myndbandið og verkefnin:
Reglur:
Verkefnin: