Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

DS. húkk

Um viðburðinn:

HÚKK

 

Helgina 1. – 3. október 2021 verður viðburðurinn DS. húkk haldinn í fyrsta skipti.

DS. húkk er viðburður þar sem 20 dróttskátar fá tækifæri til þess að læra að húkka sér far undir leiðsögn reyndra skátaforingja.

 

Skátarnir húkka sér far á Grundarfjörð, þar verður fjölbreytt og spennandi dagskrá í boði, meðal annars klifurferð og sundferð. Áætlað er að þátttakendur mæti upp í Skátamiðstöð, Hraunbæ 123, kl. 16:30 á föstudegi endi aftur uppí Skátamiðstöð uppúr kl. 15:30 áður en þau halda heim.

 

Öryggi verður í fyrirrúmi og hinar ýmsu ráðstafanir eru gerðar til þess að tryggja öryggi þátttakenda. Þátttakendur fá meðal annars þjálfum og leiðbeiningar um hvernig eigi að húkka sér far á öruggan hátt áður en þau leggja af stað, einnig verða öryggisaðilar staðsettir á ólíkum stöðum á leiðinni og skipuleggendur í stöðugu sambandi við þátttakendur.

 

Kynning fyrir foreldra verður haldin fimmtudaginn 23. september klukkan 20:00 í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123

 

Endilega skráið dagsetningarnar hjá ykkur og kynnið viðburðinn fyrir dróttskátunum í ykkar félagi!

Kveðja,
Aron Gauti, Huldar, Signý Kristín og Unnur Líf

Skipulagsteymi DS. húkk

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
01/10/2021 @ 16:00
Endar:
03/10/2021 @ 17:00
Kostnaður:
4200kr
Aldurshópar:
Dróttskátar

Skipuleggjandi

Skátafélagið skjöldungar
Sími:
5686802
Netfang:
skjoldungar@skatar.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website

BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA


Hraunbær 123,110 Reykjavík (sjá á korti)Sími: 550 9800Netfang: skatarnir@skatarnir.is 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00Föstudaga: 09:00 – 13:00

SAMFÉLAGSMIÐLAR


 

Privacy Preference Center