Hleð Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi event er liðinn

Ds. Fimmvörðuháls 2024

07/06/2024 @ 09:45 - 09/06/2024 @ 19:00

10900kr

Ds. Fimmvörðuháls er dróttskátamót á Fimmvörðuhálsi og í Básum í Þórsmörk á vegum skátafélagsins Landnema og fer fram dagana 7. – 9. júní 2024. Athugið að lagt er af stað á föstudagsmorgni.

Sambærileg ferð var farin vorið 2022. Heppnaðist hún frábærlega og verður lengi í minnum höfð, hægt er að lesa skemmtilega ferðasögu frá þeirri ferð, dróttskátar í þúsund metrum.

 

Skráning

Skráningin fer fram inn á skráningasíðu Landnema. 

Takmörkuð pláss eru í boði, þau sem skrá sig fyrst fá forgang og mjög líklegt er að plássin fyllist.

Þau sem vilja koma sem foringjar í ferðina eru hvött til að hafa samband við Sigga Úlla.

 

Kostnaður

Verðið er 10.900kr. Ástæðan fyrir því að hægt er að halda kostnaðnum í lágmarki er að BÍS/Styrktarsjóður skáta greiðir rútureikninginn sem er stóri kostnaðurinn í ferðinni, þakkir til styrktarsjóðsins.

Innifalið í verðinu er rútan, gistingin og sameiginlegur matur á laugardagskvöldið. Gott er að hafa með sér sturtupening (500kr.) fyrir Bása og smá sjoppupening fyrir pissustoppin þegar rútan stoppar á föstudegi og sunnudegi.

Skátarnir þurfa sjálf að koma með allan mat fyrir utan sameiginlega máltíð á laugardeginum. Sem sagt morgunmat x2, hádegismat x3, göngunesti x2, kvöldmat fyrir föstudag.

 

Gisting

Rútan er með 40 sæti en einungis eru 18+16 gistipláss í skálunum. Því er rými fyrir 30 þátttakendur og 5-8 gangandi foringja. Gisting í Baldvinsskála styttir aðeins leiðina á föstudegi, en lengir hana á laugardegi.

 

Dagskrá

Föstudagurinn 7. júní:
Leggjum af stað klukkan 10 um morgunin í rútu frá Landnemaheimilinu áleiðis á Skóga við Skógarfoss undir Eyjafjöllum. Mæting er klukkan 9:45. Þegar dróttskátarnir eru farnir úr rútunni heldur hún áfram inn í Bása með tjöld, morgunmat á sunnudeginum og annan búnað sem býður eftir hópnum eftir gönguna.

Allur föstudagurinn er nýttur í að ganga upp með Skógá, virða fyrir okkur 35 flotta fossa og skemmta okkur með skemmtilegum skátum.

Hægt er að velja um að gista í annað hvort Fimmvörðuskála Útivistar sem staðsettur er uppi á efsta punkti hálsins í 1.000m hæð eða í Baldvinsskála sem staðsettur er í 800m hæð. Í Fimmvörðuskála eru 18 rúm og í Baldvinsskála eru 16 svefnpláss á svefnlofti auk gólfpláss niðri, báðir skálarnir eru bókaðir fyrir hópinn föstudagsnóttina.

 

Laugardagurinn 8. júní:
Gangan heldur áfram frá skálunum og niður í Bása, Þórsmörk. Gríðarlega falleg leið sem byrjar á snjó á hálsinum milli tveggja jökla, Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, kíkt verður á nýju tindana Magna og Móða sem urðu til í eldgosinu 2010 og eru því yngri en sumir dróttskátarnir. Síðan er  rölt niður í Bása í Þórsmörk og tjaldað, grillað, skoðað sig um og sungið um kvöldið en umfram allt er notið lífsins með skemmtilegum dróttskátavinum.

 

Sunnudagurinn 9. júní:
Morguninn er nýttur í að halda áfram að skoða umhverfið í Básum, pakka saman og ganga frá. Lagt er af stað frá Básum um hádegisbilið. Ef færi gefst verður gengið inn í Stakkholtsgjá og / eða í Merukeri þar sem þarf að vaða upp á sem rennur í gegnum helli (mikilvægt að hafa sunddót).

Ferðin endar í Landnemaheimili um kvöldmatarleytið á sunnudegi þar sem skátarnir byrja að hlakka til að hittast aftur á Landsmóti skáta í júlí.

 

Búnaður

Klæðnaður:
Nauðsynlegt er að vera vel klædd á göngunni í ullarnærfötum og ullarsokkum næst sér (innsta lag), góðri peysu (t.d. flíspeysu) og buxum sem fljótar eru að þorna (millilag) og með regnheld föt sem anda, jakka og buxur (ysta lag). Mikilvægt er að vera í góðum gönguskóm og vera búin að ganga frá þeim áður. Góð húfa og vettlingar.

Göngupoki:
Gott er að hafa göngupokan sem léttastan, en í göngunni þarf að hafa með sér svefnpoka, höfuðljós, aukaföt, vatnsbrúsa, göngunesti fyrir báða dagana, snyrtidót f. eina nótt, og lyf og aðra nauðsynja sem skátarnir þurfa fyrir eina nótt. Léttir aukaskór til skiptanna gæti einnig verið þægilegt að hafa meðferðis ásamt lítilli persónulegri sjúkratösku sem inniheldur t.d. hælsærisplástra. Göngupokinn þarf að vera með góðri mittisól.

Rútutaska:
Rútan fer beint í Bása þegar hún hefur skutlað hópnum að Skógarfossi með farangur sem býður hópsins að göngunni lokni á laugardegi. Í rútutöskunni er gott að hafa föt til að fara í þegar komið er á áfangastað í Básum á laugardegi, tjalddýnu því gist er í tjöldum á Básum og einnig sunddót til að vaða í Merukeri. Skátarnir og foringjarnir þurfa að tala sig saman fyrir ferðina og tryggja að öll hafa svefnpláss í tjöldum seinni nóttina.

 

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viktor Úlfarsson, mótstjóri og dróttskátaforingi í Landnemum í gegnum Abler, í netfangi siggiulfars@gmail.com, síma: 854-0074.

 

 

 

 

Upplýsingar

Byrja:
07/06/2024 @ 09:45
Enda:
09/06/2024 @ 19:00
Verð:
10900kr
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Skátafélagið Landnemar
Sími:
5610071
Netfang:
landnemi@landnemi.is
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Fimmvörðuháls og Básar

BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA


Hraunbær 123,110 Reykjavík (sjá á korti)Sími: 550 9800Netfang: skatarnir@skatarnir.is 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00Föstudaga: 09:00 – 13:00

SAMFÉLAGSMIÐLAR


 

Privacy Preference Center