Bokashi er japönsk aðferð til heimajarðgerðar sem felst í því að lífrænn úrgangur er brotinn niður með hjálp örvera sem gerja hann í loftfyrrtum aðstæðum. Aðferðin er nánast lyktarlaus og getur skilað næringarríkri og nýtanlegri moltu á einungis 6 vikum. Það er lítið mál að vera með bokashi heima hjá sér – en tunnan getur þjónað eins og lítill kolefnisbindari fyrir heimilið.
Jarðgerðarfélagið hefur staðið að kennslu og kynningu á Bokashi síðastliðið ár, en á námskeiðinu eru grunnatriði Bokashi jarðgerðar kynnt, auk þess sem farið er yfir umhverfisáhirf og -ávinning jarðgerðarinnar.
Hægt verður að kaupa Moltunarfötusett á 20% afslætti svo heildarverð er 10.000kr. Settinu fylgja tvær fötur, sigti, glas, pressa og 1kg Bran niðurbrotsefni.