Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Bökum vandræði bökunarkeppni skáta (AFLÝST)

Um viðburðinn:

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna í samfélaginu verður þessum viðburði aflýst.

Hvernig túlkarðu tjaldbúð með bakstri?

Bökum vandræði – bökunarkeppni skáta

Þau sem hafa hámhorft á Zumbo’s Just Desserts eða The Great British Bake Off vita vafalaust listrænni tjáningu á ætilegu formi eru engin mörk sett. Skátasamband Reykjavíkur og Bandalag íslenskra skáta boða því til bökunarkeppni fyrir skáta. Keppt er í einstaklings- og liðaflokkum og verða verðlaun veitt á nokkrum aldursstigum. Einstaklingar og lið skulu skrá sig til keppni fyrir 10. maí. 

Þriggja manna dómnefnd mun smakka allar kökurnar og dæma þær eftir útliti, bragði, frumleika og túlkun á þemanu, sem er tjaldbúð að þessu sinni.  Flokkar og sveitir eru hvattar til að nota þetta sem upphitun fyrir Landsmót, enda fátt sem þéttir hópinn betur en að baka saman.

Dæmt verður í keppninni á uppstigningardag 21. maí í Skátamiðstöðinni kl. 16:00. Viðburðurinn er opinn öllum og almenningur fær að hafa áhrif á hvaða kökur fá verðlaun.

Skráðu þig hér

Reglur

  1. Keppnin er opin fyrir alla skáta, óháð aldri. Yngstu skátarnir mega sækja sér ráðgjöf til foreldra, foringja eða annarra, en þurfa að gera allt með eigin höndum.
  2. Skráningu lýkur 10. maí og fer fram á sérstöku skráningarformi.  
  3. Þemað er tjaldbúð og þarf baksturinn að endurspegla þemað á einhvern máta, hvort sem er í bragði, útliti eða formi.
  4. Sérstök aukastig eru gefin fyrir vísun í heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Sú tilvísun getur verið með hvaða hætti sem er, en keppandinn/keppendurnir verða að geta rökstutt það.
  5. Dæmt verður á viðburðinum Bökum vandræði, 21. maí kl. 16:00. Þátttakendur skulu vera búnir að stilla upp verki sínu kl. 15:30. Skátamiðstöðin opnar kl. 14:00 og þátttakendum er leyfilegt að leggja lokahönd á verkið þar, en tekið er fram að aðstaða er takmörkuð.
  6. Allt sem flokkast undir bakstur er leyfilegt, t.d. sætabrauð, brauðbakstur, bökubakstur, kökur, tertur, bollakökur, eftirréttir eða annað.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
21/05/2020
Tími
15:30 - 18:00
Aldurshópar:
Drekaskátar, Fálkaskátar, Dróttskátar, Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website