Aðalfundur félags skógarskáta Úlfljótsvatni
Verður haldinn í húsakynnum BÍS Hraunbæ 123 í Reykjavík þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 20:00
Dagskrá
Fundarsetning, kjör fundarstjóra og fundarritara.
- Lesin fundargerð síðasta aðalfundar.
- Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
- Ársreikningar lagðir fram til umræðu og samþykktar.
- Lagabreytingar.
- Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna; ritara og gjaldkera
- Kosning varamanna í stjórn eftir nánari ákvörðun fundarins.
- Kosning skoðunarmanns/endurskoðanda og varamanns hans.
- Framlagning/drög að rekstrar- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Önnur mál.
- Veitingar að venju í boði félagsins
- Elisabeth Bernard frá Skógræktarfélagi Íslands kemur í heimsókn og segir okkur hvað er að gerast á Úlfljótsvatni.
„Skógarskátar hafa starfað að skógrækt við Úlfljótsvatn allt frá 1987 og lagt þar með vel til „undralands skátanna“.
Við höfum ekki komið saman til fundar í mörg ár en trén hafa heldur betur vaxið og við þurfum að halda áfram að vinna á Úlfljótsvatni
Vonumst eftir góðri mætingu.
Með skógarkveðju,
Ragnheiður, Steinn, Þóra, Ingibjörg og Brynjar