Tilkynning uppstillinganefndar vegna Skátaþings 2025
Tilkynning frá uppstillingarnefnd BÍS vegna Skátaþings 2025
Reykjavík 19. febrúar 2025
Á Skátaþingi helgina 4.-6. apríl n.k. verður kosið í neðangreind embætti í samræmi við lög BÍS.
Uppstillingarnefnd hvetur skáta sem hafa áhuga og hugsjónir fyrir skátastarfi í landinu að skoða þau embætti sem eru laus til kjörs, að gefa kost á sér til starfa og hvetja aðra til þess. Lýsingar á þeim embættum sem kosið er í má finna neðst í þessari tilkynningu.
Athygli skal vakin á eftirfarandi:
- Kosning fer fram á Skátaþingi og skal vera kosið í embætti skátahöfðingja og þriggja meðstjórnenda á sléttutöluári en í embætti gjaldkera og tveggja meðstjórnenda á oddatöluári
- Við kosningu í stjórn BÍS er kosið sérstaklega um gjaldkera en tveir meðstjórnendur eru kosnir í einni kosningu
- Kosið var í ungmennaráð (13 – 25 ára) og áheyrnarfulltrúa ungmenna í stjórn BÍS á ungmennaþingi 7. – 9. febrúar.
- Uppstillingarnefnd skal leita eftir fólki til starfa fyrir Bandalag íslenskra skáta samkvæmt því sem fram kemur í 16. grein, 19. grein, 23. grein, 26. grein og 27. grein laga þessara og tryggja að í hvert laust sæti sé a.m.k. einn frambjóðandi.
Uppstillingarnefnd skipa:
Reynir Tómas Reynisson, formaður | 698-6226 | reynirtomas@gmail.com | Skátafélagið Garðbúar |
Ásgeir Ólafsson | 844-4069 | asgeir@hraunbuar.is | Skátafélagið Hraunbúar |
Dagbjört Brynjarsdóttir | 862-4605 | dagga@mosverjar.is | Skátafélagið Mosverjar |
Hafdís Bára Kristmundsdóttir | 617-1591 | barahafdis@gmail.com | Skátafélagið Vífill |
Ingimar Eydal | 862-2173 | ingimar.eydal@simnet.is | Skátafélagið Klakkur |
Eftirtalin embætti eru laus til kjörs á Skátaþingi 2025:
Stjórn
Gjaldkeri
Tveir meðstjórnendur
Áheyrnarfulltrúi ungmenna var kosinn á ungmennaþingi 7. – 9. febrúar.
Fastaráð og aðrar nefndir
Fimm sæti í ungmennaráði voru kosin á ungmennaþingi 7.- 9. febrúar.
Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í þessi embætti óskast sendar uppstillingarnefnd hið fyrsta og eigi síðar en 14. mars kl. 19:00.
Tilkynningar um framboð þurfa að berast í tölvupósti á netfang uppstillingarnefndar uppstillingarnefnd@skatarnir.is.
Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu.
Hér eru skýringar um helstu verkefni sem þau embætti sinna sem kosið verður í á Skátaþingi. Athugið að þetta eru ekki tæmandi listar og verkefnin geta verið jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Ennfremur starfa ráð oft saman að ýmsum verkefnum.
Stjórn
Gjaldkeri situr í stjórn BÍS. Hann ber m.a. ábyrgð á fjármálum BÍS og vinnur náið með framkvæmdastjóra hreyfingarinnar að stjórn þeirra, framkvæmd fjáraflana, vinnslu bókhalds, áætlanagerð o.þ.h.
Meðstjórnendur (2): Sitja í stjórn BÍS sem skiptir með sér verkum og ber m.a. sameiginlega ábyrgð á starfi stjórnar, ráða og nefnda. Sitja eftir atvikum í fastaráðum samkvæmt ákvörðun stjórnar.
Áheyrnarfulltrúi ungmenna hefur áheyrnarrétt í stjórn BÍS en ekki atkvæðisrétt. Kosið er í embættið á ungmennaþingi.
Fastaráð og aðrar nefndir
Hlutverk ungmennaráðs er að hvetja til og auka ungmennalýðræði innan stjórnkerfis hreyfingarinnar og stuðla að virkri þátttöku ungmenna við stefnumótun eigin skátastarfs og hreyfingarinnar. Kosið er í ráðið á ungmennaþingi.