Vortónleikar skátakórsins
Skátakórinn fagnar 25 ára starfsafmæli sínu með glæsilegum vortónleikum sem fara fram í Fríkirkjunni í Hafnafirði, laugardaginn 6.maí kl. 16.
Á efnisskránni verða auðvitað skátalögin en að auki verða fjölbreyttar tónlistarperlur frá ýmsum heimshlutum og tímabilum.
Aðgangseyrir er 2.500 kr. Ekki verður tekið við kostagreiðslum en mögulegt er að greiða með reiðufé eða leggja inn á reikning kórsins:
banki: 0306-26-003489 kennitala: 460201-2330
Stjórnandi er Márton Wirth