Viltu vera sjálfboðaliði?

Skátahreyfingin er sjálfboðaliðahreyfing sem byggir á eldmóði fólks sem leggur sitt af mörkum í þágu æskulýðsstarfs. Með starfi sínu stuðla sjálfboðaliðar að valdeflingu ungs fólks, alþjóðlegu bræðralagi og betri heimi.

Þú getur gerst sjálfboðaliði fyrir skátafélagið í þínu bæjarfélagi á einfaldan hátt.

Við leggjum áherslu á að bjóða skátum upp á spennandi og uppbyggilegt starf þar sem hvert og eitt getur vaxið og dafnað. Það eru margar leiðir til að leggja starfinu lið en það er til dæmis hægt að vera leiðbeinandi í vikulegu starfi, gestur sem deilir færni, á útkallslista fyrir viðburði eða í afmörkuðum verkefnum.

Skátafélögin eru hjarta skátastarfsins og þar er alltaf þörf fyrir fleiri hendur og hugmyndir. Fólk getur stutt félögin í verkefnum eins og fjáröflunum, viðhaldi, hverfahátíðum eða stærri verkefnum eins og fararstjórn, umsjón skála og setu í stjórn. Ný sjónarhorn og fersk augu eru alltaf vel þegin.

Skátarnir þurfa reglulega á aðstoð að halda frá fólki með fjölbreytta færni, allt frá iðngreinum, fjármálum og listum til upplýsingatækni og umönnunar. Við finnum vettvang þar sem kraftar hvers og eins nýtast bæði einstaklingnum og skátastarfi til heilla.

Skátastarf býður einnig tækifæri til að öðlast reynslu í skipulagi og framkvæmd verkefna, hvort sem það er í félögum eða hjá BÍS t.d. á stórmótum, í þróunarvinnu, stefnumótun eða ferðum erlendis. Við leggjum áherslu á fræðslu og þjálfun og leitum að fólki sem vill miðla sinni þekkingu áfram.

Fólk sem vill leggja sitt af mörkum en getur ekki skuldbundið sig til langs tíma er einnig ómetanlegt, hvort sem það er að elda eina máltíð í útilegu, flytja búnað eða taka þátt í tiltekt þá Skipta öll hlutverk máli.

Útilífsmiðstöðvar skáta bæði á Úlfljótsvatni og á Hömrum hafa einnig ýmis verkefni í pokahorninu og eru þakklát fyrir aðstoð, stóra sem smáa.

Hér getur þú á einfaldan hátt sett þig í samband við starfsfólk bandalagsins sem kemur beiðni þinni áfram á nýliðateymi BÍS.

Veldu allt sem á við fyrir þig
Valkvætt
T.d. langar þig að aðstoða félag, bandalagið eða sinna skátaflokk?

Privacy Preference Center