RekkaKraftur


Um námskeiðið

Á þessu námskeiði fá rekkaskátar tækifæri til að styrkja sig í sínu skátastarfi og verða meðvitaðari um hutverk skátastarfs í samfélaginu. Beint verður sjónum að inngildingu og möguleikum á samfélagsverkefnum sem hægt er að vinna í skátastarfi. Jafnframt geta þau æft sig í því að mynda sér skoðanir á flóknum málefnum, koma fram og segja sína skoðun en bera samtímis virðingu fyrir skoðunum annarra. Rekkakraftur er tækifæri fyrir rekkaskáta til að koma saman upplifa skemmtilega samveru og læra eitthvað nýtt og skemmtilegt.


ALDUR

Rekkaskátar


MARKMIÐ

Efla leiðtogafærni þátttakenda og samskiptahæfni, skipuleggja og framkvæma verkefni og viðburði. Styrkja þau í trú á eigin getu til forystu.


KENNSLA

Ein helgi í skála eða tjaldi.


NÁMSMAT

Hafa tekið virkan þátt í námskeiðinu og sýnt fram á skilning á viðfangsefninu.