Reglugerð BÍS umstyrktarsjóð skáta
Samþykkt á Skátaþingi, 7 apríl 2018.
Tilgangur
Um er að ræða söfnunarsjóð BÍS þar sem sjóðnum eru tryggðar fastar tekjur og höfuðstóllinn ávaxtaður, en allt að 80% hlutfall árlegrar ávöxtunar notaðir til styrkveitinga innan skátahreyfingarinnar á Íslandi eins og reglugerðin segir til um. Jafnframt er heimilt að ganga á höfuðstól sjóðsins ef stjórnin metur styrkumsóknir þess eðlis að það réttlæti það, en aldrei þó meira en árlegt framlag styrktarpinna skáta í sjóðinn.
Hvað er styrkt
Styrkhæf verkefni skulu flokkast undir einn eða fleiri eftirtalinna flokka:
- Útgáfu innan skátahreyfingarinnar
- Nýjungar í starfi skátafélaganna sem miði að fjölgun skáta á Íslandi
- Styrkur til aðstöðusköpunar skátastarfs
- Fræðslumála innan skátahreyfingarinnar
- Styrkir til skátafélaga til að auðvelda börnum og fullorðnum með ólíkan bakgrunn að taka þátt í skátastarfi
Styrkveiting
Hægt er að sækja um styrki allt árið, en styrkir að upphæð 100.000 kr. eða hærri eru aðeins veittir einu sinni á ári, á Skátaþingi. Engin einn aðili getur fengið meira en 50% af úthlutun hvers árs.
Umsókn og umsækjendur
Umsóknir um styrk skulu berast sjóðsstjórn á sérstöku umsóknarblaði sem fæst í Skátamiðstöðinni/ á vef BÍS. Umsækjendur eru fyrst og fremst skátafélögin og viðurkenndar starfseiningar innan BÍS.
Sjóðstjórn
Í sjóðsstjórn sitja: Skátahöfðingi, aðstoðarskátahöfðingi og gjaldkeri BÍS.
Endurskoðendur sjóðsins eru endurskoðendur BÍS.
Tekjur sjóðsins
Árlega skal renna í sjóðinn ein milljón króna af söluhagnaði styrktarpinna skáta, afrakstur sölu minningarkorta, áheita og sérstaka gjafa sem og sérstök framlög BÍS er stjórn ákveður hverju sinni.
Ávöxtun sjóðsins
Framkvæmdastjóri BÍS annast fjárreiður og ávöxtun sjóðsins og skal leitast við að velja áhættulitlar ávöxtunarleiðir í samráði við stjórn sjóðsins.
Breyting á stofnskrá sjóðsins
Sjóðurinn var stofnaður á aðalfundi BÍS í mars 1998 og er aðeins hægt að breyta reglugerð hans á aðalfundi BÍS.