REGLUGERÐ BÍS UM SKÁTAMÓT
Samþykkt á stjórnarfundi BÍS, 13. september 1994.
A. SKÁTAMÓT
Til þess að útilega eða útisamkoma skáta geti kallast skátamót þarf að uppfylla eftirtalin atriði:
- Lágmarkstími mótsins sé tveir sólahringar.
- Ákveðin dagskrá sé undirbúin og framkvæmd.
- Skátum úr minnst þremur skátafélögum sé boðin þátttaka.
- Að stjórn BÍS viðurkenni mótið sem skátamót.
B. LANDSMÓT
Á vegum BÍS séu haldin Landsmót þriðja hvert ár. Stjórn BÍS getur þó breytt þessum tímamörkum, t.d. ef minnst á merkisatburðar í skátastarfi með landsmóti.
C. ÖNNUR MÓT
Skátafélög, skátasambönd og aðrir aðilar innan skátahreyfingarinnar eru hvattir til að standa fyrir skátamótum. Stjórn BÍS samræmir síðan tímasetningar þannig að reynt verði að komast hjá því að mörg mót verði á sama svæði á svipuðum tíma.
D. SÉRMÓT
Stjórn BÍS getur samþykkt frávik frá þessari reglugerð t.d. er varðar skátamót, utan hins hefðbundna mótstíma (vormót, vetrarmót). Sömuleiðis hvað varðar mót fyrir afmarkaðar greinar skátastarfs s.s. flokkamót, sjóskátamót, radíóskátamót, dróttskátamót.