Ofurskátamót á Úlfljótsvatni

Drekaskátamót var haldið á Úlfljótsvatni síðastliðna helgi. Í ár var met skráning og um það bil 300 drekaskátar og sjálfboðaliðar hittust á Úlfljótsvatni í einnar nætur útilegu.

Ljósmyndari: Aron Gauti Sigurðarson

 

Dagskráin var full af fjöri og ævintýrum. Þemað í ár var ofurhetjuþema og þá mátti sjá fullt af skemmtilegum ofurhetjum hoppa og skoppa um mótssvæðið í leik og starfi.

Ljósmyndari: Aron Gauti Sigurðarson
Ljósmyndari: Aron Gauti Sigurðarson
Ljósmyndari: Aron Gauti Sigurðarson

 

 

 

 

 

 

 

Drekaskátarnir tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá, meðal annars fóru krakkarnir í klifurturninn, hoppukastala, æfðu sig í bogfimi, tókust á við þrautabrautina í vatnasafaríinu og leystu ýmsar þrautir í stórleik á sunnudeginum.

Takk æðislega fyrir helgina öllsömul og sjáumst að ári.

Ljósmyndari: Aron Gauti Sigurðarson
Ljósmyndari: Aron Gauti Sigurðarson